Hastað á fríríkið

Punktar

Björgvin G. Sigurðsson orkuráðherra hastaði á Landsvirkjun í Fréttablaðinu í gær. Þá hafði fríríkið hótað, að láta fyrirhugað gagnaver á Vellinum ekki hafa umsamið rafmagn. Nema það fengi að virkja við Hvamm í Þjórsá. “Það er varla hægt að taka það alvarlega, þegar þessum tveimur óskyldu hlutum er stillt upp með þessum hætti,” sagði ráðherrann. Í fyrsta skipti í sögunni slær ráðherra á putta Landsvirkjunar. Fríríkið blakkmeilar þing og þjóð á þann hátt, sem því einu er lagið. Það reynir að hengja óvinsæla virkjun á vinsælt fyrirtæki. Gagnaver notar samt bara 25 megavött, 5% af álveri.