Fyrir mér er Harpan einkum pólitískt tákn um, að ekkert hafi breytzt, þrátt fyrir hrun. Mesta stuðið fannst mér í andmælendum, sem mættu boðsgestum við innganginn. Bezta myndin var af Björgólfi og Árna Johnsen, einkennistáknum hins ruglaða Íslands. Þar var sparifatalýðurinn, óralangt frá íslenzkum veruleika. Þar voru kúlulánadrottningar, ofurþjófar og aðrir máttarstólpar þjóðfélagsins. Við reisum höll fyrir peninga, sem ekki eru til, og sendum reikninginn til almennings. Harpan er draumaheimur, flótti frá veruleikanum. Mér er sagt, að það sé rosalega flott fyrir tónlistarlífið í landinu.