George W. Bush ætlar að ráðast á Íran á næsta ári og fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum. Þannig ætlar hann að þjappa þjóðernissinnum um repúblikana í kosningunum. Mikilvægasta alþjóðamál Evrópuríkja og Evrópusambandsins er að gera ekkert, sem stuðlar að þessari hugsjón. Evrópa verður að haga pólitík þannig, að erfiðara en ella verði fyrir Bandaríkin að fara í stríð. Evrópa er þegar flækt í tvær vitleysur af því tagi, Afganistan og Írak. Fyrir milligöngu dauðvona Atlantshafsbandalags. Tímabært er, að Evrópa hætti að láta bandalagið segja sér fyrir verkum. Nú verður að stöðva stríðsæsingar.