Hanga í frægðarnöfnum

Punktar

Lélegir listamenn taka verk góðra listamanna og misþyrma þeim. Það er partur af nútímanum og algengara en menn halda. Stundum eru þeir lélegu að krækja í hluta af frægð hinna góðu. Reyna að lyfta sér upp á henni. Þannig eru teknar frægar bækur og búnar til kvikmyndir, sem eiga sér litla stoð nema nafnið, samanber Jules Verne. Þannig eru tekin fræg leikrit og búinn til meintur nútími úr þeim, samanber Shakespeare. Sá lélegi setur frægt mannsnafn eða titil á rugl sitt til að fá aðsókn. Talar svo um tjáningarfrelsi, þegar hann fer yfir mörk laga og sætir almennri gagnrýni. Það er bara auglýsingatækni.