Handhafi lýðræðis

Punktar

Lilju Mósesdóttur nægir ekki, að meirihlutinn á Alþingi breyti frumvarpi til fjárlaga með hliðsjón af tillögum hennar. Hún vill, að meirihlutinn gefist upp og samþykki allar hennar tillögur. Líka árásina á séreignasjóðina. Hún er nefnilega fulltrúi samþykkta flokks síns. Hún sjálf er lýðræðið, eins og Assange er Wikileaks. Bæði kostur og galli. Minnir á Jóhönnu Sigurðardóttur, þegar hún þráaðist við að semja við félaga sína í ríkisstjórn í gamla daga. Margt er til í því, sem Lilja segir um foringjahyggju flokksbræðra. En líka í því, að sá, sem ætíð gerir ítrustu kröfur, nær aldrei neinu samkomulagi.