Hamslaust Kögunarbarn

Punktar

Fyrrverandi formaður Framsóknar vandar Kögunarbarninu ekki kveðjurnar. Talar um undarlega hamslausan málflutning þess og ótilhlýðilega fylgispekt við Sjálfstæðisflokkinn. Linnulaus æsingur Kögunarbarnsins er ekki í stíl við tempraða sögu Framsóknar. Það var alltaf rólegur flokkur, sem ræktaði sína spillingu, svo lítið bæri á. Nú er þar stöðugur heimsendir á ferð, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur til máls. Linnulausar vinsældaveiðar og yfirboð. Jón Sigurðsson telur þetta hamsleysi vera skýringuna á dræmu fylgi Framsóknar í könnunum, þrátt fyrir langvinna stjórnarandstöðu flokksins.