Hamingja í Humarhúsinu

Punktar

Var í Humarhúsinu í hádeginu. Fór sæll þaðan eins og venjulega. Í fjórtán ár hef ég komið þar og aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Meira en hægt er að segja um önnur veitingahús. Fiskurinn bregzt aldrei, kokkarnir kunna á eldunartíma fiskjar. Að þessu sinni var það pönnusteikt rauðspretta, meira að segja heit. Með var sæmilegt grænmeti soðið. Humarsúpan á undan var frábær. Í allt öðrum klassa en ýmis humarsúpa, sem kölluð er heimsfræg á öðrum stöðum. Og á eftir kom þessi líka frábæri súrmjólkurís með hæfilegri skerpu til að setja punkt yfir i-ið. Svona stórveizla í hádeginu kostar ekki nema 3590 krónur.