Fyrir mörgum árum spáði ég, að óveigjanleiki stjórnar Ísraels í garð Palestínu mundi hefna sín á þann hátt, að PLO, flokkur Arafats mundi missa fylgi Palestínumanna yfir til Hamas, róttækari flokks. Nú hefur komið á daginn í byggðakosningum í Gaza, að Hamas fékk tvöfalt meira fylgi en PLO. Það er því seintekið fyrir Ísrael og Bandaríkin að fá í stað hins hataða Jasser Arafat mann, sem þeir telja sig geta talað við, Mahmoud Abbas, er þeir hafa hrakið fylgið frá honum yfir til afla, sem styðja hryðjuverk. Stjórn Ariel Sharon þekkti ekki vitjunartíma hins fræga vegakorts friðar.