Halldór og öryggisráðið

Punktar

Baráttan fyrir sæti Íslands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur þegar kostað milljarð króna. Mikil fjölgun sendiráða og sendiherra víðs vegar um heim er liður í baráttu íslenzka utanríkisráðuneytisins fyrir sæti í öryggisráðinu. Engin leið er að sjá aðra skynsamlega ástæðu fyrir 300 þúsund manna þjóð að hafa sendiherra í öðru hverju krummaskuði í heiminum. Sannleikurinn í málinu er, að Halldór Ásgrímsson fékk dellu í hausinn. Af því að hann er Halldór Ásgrímsson, þurfum við að borga vitleysuna. Meðan aðrir dellukarlar í landinu verða að borga sjálfir fyrir sitt rugl.