Það voru ekki fjölmiðlar, sem tóku við sér, þegar forsætisráðherra sagði á þingi fyrir rúmri viku, að frostið í forsætisnefnd væri ekki stjórnarsinnum að kenna. Eftir viku þögn þjóðfélagsins hefur Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður upplýst málið. Ég túlka orð Jóhönnu þannig, að andstaðan vilji ekki styðja lélega breytingu á Davíðslögum og að stjórnin noti það til að halda eftirlaunamálinu í frosti. Halldór Ásgrímsson fór því með rangt mál. Það er hann, sem gætir þess, að Davíð geti í senn verið Seðlabankastjóri og uppgjafaráðherra á tvöföldum launum.