Ingvi Þorsteinsson gróðurfræðingur hefur áratugum saman verið samvizkubit þjóðarinnar út af illri meðferð á landi. Hann er enn í baráttunni og sagði í ríkissjónvarpinu í gær, að helmingur landsins sé enn ógræddur. Verra er, að síðari árin snýst umhverfisbarátta meira um virkjanir en uppgræðslu, segir hann. Að vísu er fínt, að jafnvægi hefur náðst milli eyðingar og ræktunar. Landgræðsla, friðun og fækkun sauðfjár hefur gert sitt gagn. En við megum ekki gleyma þeim orðum Ingva, að hálft Ísland er enn í rúst vegna breytinga, frá landnámi. Þjóðin hefur skert mátt landsins til sjálfbærra lækninga.