Hálfkveðnar vísur Páls

Punktar

“Engin nefnd þarf að færa þjóð sinni jafn slæmar fréttir og þessi nefnd.” Sagði Páll Hreinsson, formaður sannleiksnefndar Alþingis í útvarpinu í gær. Gaf niðurstöðu nefndarinnar í skyn, en sagði hana ekki. Menn geta því áfram slúðrað um, hver hún verði. Enginn er neinu nær. Páll segir nefndina hafa lista yfir hundrað stærstu lántakendur bankanna. Þeir hafi fengið helming allra útlána. Hvorugt kemur á óvart. Skoðuðum lánabók Kaupþings og vissum þetta fyrir. Páll segist kanna, hverjir þeirra séu eigendur bankanna. Það kemur ekki á óvart, við vissum það öll. Hverjar eru þá slæmu fréttirnar?