Oriana Fallaci er frægasta blaðakona heims, andstæða Jóhönnu Kristjóns, sem var hrifin af harðstjórum og sóttist eftir viðtali við þá, til dæmis Saddam Hussein, jafnvel Papadopoulosi hinum gríska, sem var ræfill og illmenni. Fallaci talaði við þessa sömu menn og ótal fleiri, fyrirleit þá alla og sagði það upp í opið geðið á þeim, meira að segja Khomeini erkiklerki. Henry Kissinger sagðist aldrei á æfinni hafa lent í annarri eins hakkavél. Nú á tímum er Fallaci dugleg við að hafa leiðtoga múslima að háði og spotti. Eins og þeir eiga skilið. Grein um Fallaci er í nýjum New Yorker.