Hagsmunir 400 fermetra heimila

Punktar

Upplýsingar um fjármál og flatarmál Marinós voru mikilvæg. Þau upplýstu, hvers vegna hagsmunasamtök heimila breyttust í hagsmunasamtök fjögurhundruð fermetra heimila. Halda verður fjármálum utan við einkamál. Samfélagið verður ekki skilið nema almenningur hafi aðgang að upplýsingum um fjármál. Hrunið hefði ekki verið mögulegt nema vegna leyndar á upplýsingum um allt, sem varðar fjármál. Um tekjur og gjöld, skatta og styrki, eignir og skuldir. Nýtt Ísland verður ekki til, nema opnað sé fyrir upplýsingar um öll fjármál. Marinó er leyndó eins og fortíðin, partur af gamla, lokaða, spillta Íslandi.