Hagkerfið farið að hitna

Punktar

Íslenzka hagkerfið er farið að hitna. Erfitt er að fá fólk til starfa. Skráð atvinnuleysi fer minnkandi, sýnir að mestu leyti svarta vinnu og vinnufælni. Hagvöxtur verður 3% á þessu ári. Flestir almennir skuldarar standa í skilum. Vegna alls þessa hækkaði Seðlabankinn stýrivexti. Réttilega. Hann þarf að hindra ofhitnun. Samtök atvinnulífsins hágráta hins vegar eins og ævinlega, einkum Gylfi Arnbjörnsson, blaðurfulltrúi atvinnurekenda. Þessir aðilar eru farnir að trúa eigin slúðri um, að allt sé hér að fara til andskotans. Hið rétta er, að atvinnulífið er komið á fullan damp, þremur árum eftir hrunið.