Elzta og merkasta vísindafélag í heimi, The Royal Society í London, hefur harðlega gagnrýnt þá tilgátu, að guð hafi skapað lífið, en það hafi ekki þróast samkvæmt kenningu Darwins. Aðvörun félagsins segir trú á sköpunina jafngilda trú á, að storkar komi með börnin í heiminn. Jafnframt hafa brezk kennarasamtök ályktað gegn opinberum fjárframlögum til skóla trúfélaga, þar sem sköpunartilgátan er kennd. The Royal Society gaf út yfirlýsingu við þetta tækifæri um eindreginn stuðning við þróunarkenningunna, sem hefur lengi verið hornsteinn vísindalegra framfara.