Hafna erfðabreyttum mat

Punktar

John Vidal og Ian Sample segja í Guardian frá brezkri skoðanakönnun, sem sýnir, að fimm af hverjum sex íbúum landsins eru andvígir erfðabreyttum matvælum. Aðeins 2% þjóðarinnar studdu erfðabreytt matvæli skilyrðislaust. Þetta er mikið áfall fyrir þá, sem vilja verða við kröfum Bandaríkjanna um, að lönd Evrópusambandsins flytji inn erfðabreytt matvæli, án þess að þess sé sérstaklega getið á umbúðunum. Jafnframt styrkir þetta stöðu þeirra, sem vilja hreinlega banna erfðabreytt matvæli í Evrópu.