Hafna erfðabreyttu

Punktar

Evrópa er orðin svo græn í hugsun, að þýzk stjórnvöld hafa lengi verið grænni en Vinstri grænir á Íslandi. Jafnvel í Miðjarðarhafslöndum á borð við Ítalíu eru menn almennt farnir að lesa á umbúðir matvæla. Og um eitt eru allir sammála: Þeir vilja alls ekki kaupa erfðabreytt matvæli. … Mál standa allt öðru vísi á Íslandi, svipað og vestan hafs. Á Íslandi er rekið hávaðasamt fyrirtæki í erfðabreytingum, sem jafnan tekur til sóknar, þegar minnst er á erfðabreytt matvæli. Á Íslandi hefur verið leyft að nota erfðabreytt korn, sem engum í Evrópu og víðar dytti í hug að leyfa. …