Verjendur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tala um tvö atriði. Að menntun skipti ekki máli og að erfitt sé að þýða þverfagleg fagheiti á íslenzku. Hvorugt skiptir nokkru máli. Menn gagnrýna Sigmund Davíð fyrir allt önnur atriði. Fyrir að segja ekki satt. Fyrir að hampa prófum á ýmsum stöðum, á vef Alþingis, á fésbókinni og á Linked-in. Þessi próf tók hann aldrei. Hann reynir að ýkja námsferil sinn og það markar honum stöðu sem stjórnmálamanni. Sigmundur Davíð er eins tækifærissinnaður í pólitík og í lýsingum hans á eigin námsferli. Hann er pólitíkus, sem hefur það, sem honum bezt hljómar.