Hættur að trúa Mathiesen

Punktar

Ég biðst afsökunar, trúði Árna Mathiesen. Trúði orðum fjármálaráðherra um daginn í Fréttablaðinu. Að embættismenn Evrópusambandsins hafi breytt ráðherrasamkomulagi um gerðardóm í lögfræðiálit. Tekið út úr forskriftinni óskir Íslands og sett aðrar inn í staðinn. Svo sem neyðarlögin íslenzku. Þetta var allt lygi. Undirritaða plagginu var ekkert breytt. Um það vitna sænskur embættismaður og franski sendiherrann. Svona er ég trúgjarn, þótt ég reyni alltaf að gæta mín. Ég reyni hér eftir að passa mig betur, trúa ekki Árna Mathiesen. Aldrei aftur.