Hættulegur maður

Punktar

Ég horfi lítið á sjónvarp, enda er fátt minnisstætt af þeim vettvangi. Ég var þó svo heppinn í gærkvöldi að hrökkva upp af síðbúnum síðdegisblundi við að heyra Jónas Jónasson útvarpsmann yfirtaka lymskulega einn af nútímalegu sjónvarpsþáttunum, sem byggjast á blaðri og hlátrasköllum, og fipa stjórnandann með spakmælum og þögnum. Það er ábyrgðarhluti að hleypa mönnum með lífsreynslu inn í unglingaheim sjónvarpsins. Raunar er óþægilegt að geta ekki treyst því, að sjónvarpið sé tómt bull.