Hættulegasta ofstækið

Punktar

Trúarofstækismenn hafa farið hamförum undanfarin misseri. Í Bandaríkjunum brenna þeir vísindarit og reka eðlisfræðikennara. Í Afganistan eru menn dæmdir til dauða fyrir að vera kristnir. Harðlínuklerkar hafa tekið völd í Íran og eru að ná völdum í Írak. Sádi-Arabíu er stjórnað af ofstæki aftan úr miðöldum. Sértrúarsöfnuðir hafa náð fótfestu á Íslandi og áhrifum í Framsóknarflokknum, en mildir nýguðfræðingar eru horfnir. Bush og Blair tala við guð á hverjum degi og guð hefur nýlega sagt Bush að sprengja Íran með atómbombum. Trú er orðin að hættulegasta ofstæki nútímans.