Tjóni af hruninu hefur sumpart verið deilt skynsamlega niður á hina ýmsu hagsmunahópa samfélagsins. Sumir sluppu að vísu of vel. Sjálfir bófarnir ganga enn lausir vegna seinagangs Sérstaks saksóknara. Vonandi fyrnast málin ekki í höndum hans. Og eigendur sparifjár sluppu með skrekkinn vegna Geirs Haarde, sem ábyrgðist innistæður. Aðrir bera byrðar, mest þeir, sem urðu atvinnulausir vegna hrunsins. Skattgreiðendur bera miklar byrðar og heldur minni þeir, sem þurfa að njóta velferðar. Skuldsettir græðgiskarlar í stórum húsum sluppu fyrir horn. En flestir launþegar og lífeyrisþegar töpuðu miklu.