Takið ykkur á, reynið að sýna ábyrgð. Flest bera ábyrgð á hruninu. Mörg ykkar ætla að endurkjósa bjálfana, sem ollu hruninu. Segist ekki bera ábyrgð á IceSave, en berið samt fulla ábyrgð. Kusuð þetta yfir okkur. Kusuð óheftu frekjuna, eftirlitsleysið, siðleysið. Vaðið fram í einu allsherjar indælu ÉG. Menn sitja í fjögurhundruð fermetra íbúðum og rífa kjaft. Konur raka saman bótum eða ellilaunum og auglýsa meinta fátækt. Þið losið hundana ykkar úr taumi við skiltið, þar sem slíkt er bannað. Leggið meira að segja í stæði fatlaðra. Hannes Smárason er að vísu bófi, en þó bara ýkt útgáfa af ykkur.