Hæstiréttur tapar enn

Punktar

Enn verður Hæstiréttur sér til skammar í óbeit sinni á frjálsri fjölmiðlun. Enn hefur Mannréttindadómstóll Evrópu snúið við forneskju Hæstaréttar í dómum gegn fréttaflutningi. Dómstóllinn segir Hæstarétt hafa brotið gegn tjáningarfrelsi Steingríms Sævars Ólafssonar, þáverandi ritstjóra vefsins Pressunnar. Umfjöllun Pressunnar um Ægi Geirdal hafi verið vönduð. Áður hafði Erla Hlynsdóttir í þrígang lagt Hæstarétt fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu út af fréttaflutningi hennar. Nú er fyllilega kominn tími til, að Hæstiréttur láti af óbeit sinni á fréttum og fréttafólki. Hann hætti að láta hlæja að sér úti um alla Evrópu.