Hækkið áfengi um 10-20%

Punktar

Gott er að sjá, að sala áfengis dregst saman um 6,4% milli ára. Þótt áfengi sé löglegt fíkniefni, er það hættulegra en ýmis ólögleg, jafnast helzt á við heróín og kókaín. Meirihluti vandamála fólks snýst um áfengi, allt frá heilsu yfir í fjárhag. Eina afsökunin fyrir lögleiðingu áfengis er, að hún heldur undirheimunum frá markaðinum. Lögleiðing annarra fíkniefna mundi kollvarpa undirheimunum og tæma fangelsin. Jafnvægi í áfengisverði er í augsýn, þegar sala dregst saman. Ef verðið er nógu hátt, hefur það hamlandi áhrif á sukkið. Mér sýnist einboðið að hækka áfengi enn í verði um 10-20%.