Þegar José Manuel Barroso tók við af Romano Prodi sem framkvæmdastjóri Evrópusambandsins tók hægri maður við af vinstri manni. Þess sjást nú merki í áherzlubreytingum, þar sem nú er meira talað um að bæta lífsskilyrði fyrirtækja en að bæta lífsskilyrði almennings. Barroso er ósáttur við, að fyrri markmið um hagvöxt Evrópu hafa ekki náðst fyllilega. Hann á hins vegar við ramman reip að draga, því að þing Evrópusambandsins og embættismannakerfi þess tregðast við að styðja stefnubreytinguna. Thomas Fuller skrifar um þetta mál í International Herald Tribune.
