Hægri menn selja landið

Punktar

Róttæka hægra liðið, sem stórnar Reykjavíkurborg, er að selja Svartsengi til útlanda fyrir slikk. Tilgangurinn með sölunni er að lina fjárhagsþrengingar borgarinnar. Borgin keypti áður hlutinn á genginu 7.0, en selur nú á lægra gengi, 6,3. Borgin tapar því á braskinu með Svartsengi. Þetta er eins konar nauðungarsala. Eftir söluna verða tveir stórir eigendur að orkunni, Magma frá Kanada og Geysir. Í fyrsta sinn í sögunni kemst innlend orka í eigu erlendra aðila. Og það er róttæka frjálshyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum, sem einmitt stendur fyrir vafasamri sölu á einu af fjöreggjum þjóðarinnar.