Hægfara vopnaskak

Punktar

Sé enga kosningabaráttu hafna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt sviðið í nokkra daga og farið illa út úr því. Það er ósigur að geta ekki haldið saman hægri sinnaðri hagsmunagæzlu. Stjórnarandstaðan fer rólega af stað. Kannski telur hún, að sjálfstortíming Sjálfstæðis nægi. Svo ört dúndrar hann niður vinsældalistana.

Vinstri græn þurfa að gera meiri grein fyrir sér. Eru þau alþýðuvinir eða vinir kvótagreifa og álgreifa í réttu kjördæmi? Eru þau sérhæfð í leynimakki eins og eftir síðustu kosningar? Eru þau meira íhald en vinstri og hvar er þetta græna? Mér er sagt, að helzt vilji þau samstarf gömlu og gamalkunnu kerfisflokkanna.