Váleg tíðindi bárust lúshægt innan valdastéttarinnar. Arnór Sighvatsson, þáverandi yfirhagfræðingur Seðlabankans, vissi 2005, að bankarnir voru að hrynja. Þáverandi yfirmaður hans, Davíð Oddsson seðlabankastjóri vissi þetta árið 2006. Geir H. Haarde, þáverandi forsætis vissi það árið 2007. Svo var það bankaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson, sem vissi það ekki fyrr en í sjálfu hruninu í október 2008. Allt er þetta samkvæmt vitnisburði þeirra sjálfra fyrir Landsdómi. Þar kom líka fram, að þeir töluðust yfirleitt ekki við. Sérkennilegt ástand miðað við ástarbréf og fullkomið eftirlitsleysi.