Gunnarsmálinu klúðrað

Punktar

Maður, sem tekur þátt í að blekkja Fjármálaeftirlitið er greinilega vanhæfur til að verða forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Sá, sem leynir aflandsfélögum, er siðferðilega vanhæfur. Gunnar Andersen heldur að vísu fram, að sér hafi verið ráðlagt þetta af þáverandi fjármálaeftirliti. Það þarf að kanna betur. Því miður hefur stjórn eftirlitsins klúðrað brottrekstri Gunnars. Dregur í land frá degi til dags. Óljóst er, hvernig málið endar, því Gunnar á harða stuðningsmenn. Hugsanlega hefur hann reynzt hæfur til að VERA forstjóri Fjármálaeftirlitsins, þótt hann hafi áður verið vanhæfur til að VERÐA það.