Hegðun Gunnars Andersen verður undarlegri með hverjum mánuðinum. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins liggur enn á rannsókn á sparisjóðunum. Hún lá fyrir í hruninu og hefur síðan legið hjá eftirlitinu. Mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Gunnar á fyrir löngu að hafa sent málin til Sérstaks saksóknara. Hvað er að hjá honum? Hann er ekki að vinna vinnuna sína. Morgunljóst er, að miklir fjárglæfrar hafa verið stundaðir í sparisjóðunum. Þar voru að verki yfirmenn sjóðanna og stjórnir þeirra. Svo og þjófsnautarnir, sem högnuðust á þessum illvirkjum. Er Gunnar Andersen að reyna að fyrna málið í rúminu hjá sér?