Gunnar hatar hestamenn

Punktar

Ekki skil ég, af hverju Gunnari I. Birgissyni, einræðisherra í Kópavogi, er svona illa við hestamenn. Það hlýtur að vera eitthvað persónulegt. Hann er búinn að svæla þá út úr hverfi þeirra og er nú með risablokkum og skurðum að svæla restina burt af Heimsenda. Reiðleiðin frá Heimsenda að Elliðavatni er ófær og illfær leiðin um Elliðahvamm til Reykjavíkur. Voru þó hestar eitt af því fáa indæla við Kópavog, sem er nú að breytast í steinsteypta slömm, einkum svæðið við Smáralind. Og af hverju eyðir hann útsvarinu í montskilti við Litlu Kaffistofuna? Þetta er ekki í lagi.