Gufan blífur

Punktar

Jarðvarmi er sagður munu standa undir fjórðungi allrar rafmagnsframleiðslu í landinu eftir tvö ár. Það eru orkuver á borð við Bláa lónið, Nesjavelli og það nýja við Kolviðarhól, sem eru að slá út vatnsorkuver. Mannvirki gufunnar valda miklu minna raski á yfirborði jarðar en mannvirki vatnsins. Ekki eru reistir voldugir garðar og ekki mynduð víðfeðm uppistöðulón með misjafnri vatnshæð eftir árstíðum. Miklar deilur risu um Kárahnjúka, hafa nú staðið um Þjórsárver og munu senn rísa við Fögrufjöll. Miklu nær er að hvíla vatnið um sinn og kanna, hversu mikið er hægt að virkja af gufu, án þess að þjóðfélagið fari á hvolf.