Trú á æðri mátt er í genum fólks, mismunandi rík. Fræðimenn segjast hafa fundið trúargenið, VMAT2. Fólk með ákveðið afbrigði af því er yfirleitt trúaðra eða meira gefið fyrir svonefnd andleg mál en hinir, sem hafa hitt afbrigði gensins. Fræðimaðurinn Dean Hamer kallar þetta guðsgenið í samnefndri bók sinni. Nicholas D. Kristof skrifar grein um málið í New York Times og segir trúna ekki munu yfirgefa okkur, þótt við hverfum æ meira inn í heim vísindanna. Þetta sannar auðvitað hvorki, að guð sé til eða ekki til eða sé bara afbrigði af geni. En umræðuefnið er athyglisvert.