Í gamla daga voru þeir nefndir sovjetólógar, sem skoðuðu myndir af miðstjórn kommúnistaflokksins. Þær myndir voru teknar á grafhýsi Lenins í tengslum við árlega hersýningu 1.maí. Þessar myndir breyttust með tímanum. Þeir, sem féllu í ónáð, voru máðir út af myndunum. Nýir kommissarar voru stundum settir inn í staðinn. Þetta var flókið verk fyrir daga Photoshop. Rússneski kommúnistaflokkurinn á sér hliðstæðu hér á landi, Sjálfstæðisflokkinn. Sá hefur ekki mikið fyrir að fótósjoppa Guðlaug Þór Þórðarson út af mynd af toppum flokksins og koma þar fyrir Kristjáni Þór Júlíussyni í staðinn.