Guði sé lof fyrir vefinn

Punktar

Guði sé lof fyrir, að við þurfum ekki lengur að sæta erlendum fréttum Ríkissjónvarpsins og Morgunblaðsins, hlýðinna málgagna Bandaríkjanna. Á vefnum höfum við aðgang að hafsjó alvörufrétta úr erlendum alvörufjölmiðlum. Fyrst förum við á NewsGoogle og þaðan beint í þúsundir fjölmiðla, þar á meðal sjálfa heimspressuna, sem hefur allt aðra sýn á veruleikann en Ríkissjónvarpið og Morgunblaðið. Vefurinn hefur rofið hliðvörzlu staðbundinna fjölmiðla og gert okkur frjáls að nýju.