Grýta rusli

Punktar

Hver er fortíð unga fólksins, sem grýtir rusli í allar áttir, þar á meðal tyggjó? Hefur það ekki fengið neitt uppeldi heima fyrir? Hefur það ekki verið í skólum og lært umgengni? Hefur það ekki verið í unglingavinnu og lært að kasta ekki rusli? Hvað hafa allir verið að gera, sem koma að uppeldi ungs fólks? Og hvað með stjórnvöld, af hverju setja þau ekki losunargjald á verð hvers tyggjópakka? Svo langt gengur ruglið, að þátttakendur í maraþoni grýttu pappamálum í allar áttir í stað þess að fleygja þeim í ruslakistur, sem voru þétt við brautina.