Grófasti gaurinn

Punktar

Ásmundur Stefánsson var skipaður formaður bankaráðs nýja Landsbankans. Eftir stjórnarskiptin bað nýi, ópólitíski viðskiptaráðherrann, hann um að auglýsa eftir bankastjóra. Ásmundi fannst önnur lausn vera sniðugri. Hann skipaði sjálfan sig sem bankastjóra. Síðan fór hann í mánaðar ferð til Indlands, burt frá kreppunni. Ásmundur er grófasti gaur gamals kerfis, sem nú er verið að afnema. Hann lítur á hlutverk sitt sem aðferð við að koma sér sem bezt fyrir við trogið. Öll nýju bankaráðin eru því miður í gamla stílnum, skipuð flokkspólitískum kommissörum. Þeirra grófastur er þó Ásmundur Stefánsson.