Gróði og tap í senn

Punktar

Í næstu kosningum munu flestir flokkar bítast um fylgi andstæðinga aðildar að Evrópusambandinu. Samfylkingin ein mun sitja að fylgi hinna, sem styðja aðild. Þeir síðarnefndu verða fjölmennur minnihluti, kannski 35% kjósenda. Það er meira en nóg fyrir Samfylkinguna, sem hefur um 17% fylgi í könnunum. Búast má við, að Evrópusambandið verði mjög til umræðu í kosningaslagnum. Á því mun Samfylkingin græða fylgi. Hún gæti orðið stærsti flokkurinn. En það er skammgóður vermir, því að hún getur þá ekki myndað meirihluta með neinum flokki. Samfylkingin mun græða fylgi, verða stærst, en tapa stjórnaraðild.