Grónir bændur í Svarfaðardal vildu verða ríkir út á alls ekki neitt. Steyptu sér í skuldir til að eignast meiri hlut í sparisjóðnum. Létu telja sér trú um, að arðurinn mundi borga skuldirnar og þeir yrðu ofsaríkir. Sama hugsunin og hjá þeim, sem trúa á Nígeríubréf, Ponzi-fléttur og keðjubréf. Um allt land elti fólk drauminn um auðfenginn auð. Ekki bara Þorgerður Katrín. Íslendingar virðast ekki læra á kaupin á eyrinni. En máttug er sú græðgi, sem leiðir hversdagsfólk út í óreiðu. Út í skuldasúpu af því tagi, sem við sjáum á Dalvík og í Svarfaðardal. Græðgi er ekki góður leiðtogi lífs þíns.