Ríkisstjórnin flaggar áliti Greco, samtaka gegn spillingu. Þar segir, að vel hafi tekizt að koma á gegnsæi í fjármálum stjórnmála hér á landi. Vissulega er gott að fá hrós frá útlöndum. En þetta er engan vegin nóg. Hér ríkir enn leynd á mikilvægum sviðum. Og ríkisstjórnin hefur satt að segja ekki samið frumvarp um afnám bankaleyndar. Hefur heldur ekki samið frumvörp, sem komi dómurum í skilning um, að í siðuðum ríkjum hafa þeir hliðsjón af siðferði. Hefur ekki heldur samið frumvörp til að bæta stöðu fjölmiðla, sem hundeltir eru af bófum og dómurum. Grobb Jóhönnu út af Greco mætti vera hófsamara.