Fyrsta gjaldskrá hinna sjálfstæðu og óháðu fyrirtækja í orkudreifingu hefur litið dagsins ljós. Orkuveitan í Reykjavík býður 2000 kílóvattstundir á ári á 8068 krónur, Hitaveita Suðurnesja býður sömu orku á 8093 krónur, Orkuveita Húsavíkur á 8010 krónur og Rafmagnsveitur ríkisins á 8093 krónur. Önnur tilboð eru örlítið hærri. Þetta virðist vera enn minni munur en er á benzíni í fáokun olíufélaganna. Markaðsvæðing rafmagnsins virðist lúta sama lögmáli og olíunnar, verið er að gera stólpagrín að almenningi. Fáokunin á báðum sviðum er alveg eins og einokunin var.