Síðustu daga voru bloggarar Samfylkingarinnar mikilvirkir á vefnum. Þeir heimtuðu ríkisstjórnina burt. Síðdegis í gær þögnuðu bloggarar flokksins. Hafa síðan flestir verið þöglir. Gribban hafði látið heyra í sér og hafði slegið reglustrikunni á putta Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún lýsti vantrausti á bloggara, flokksmenn og flokksfélög. Nú reyna bloggarar að skipta um skoðun, en geta það ekki. Yfirlýsing formannsins í gær var rothögg á Samfylkinguna. Ingibjörg segir núna við Samfylkinguna: “Þið eruð ekki þjóðin, ég er þjóðin.” Skelfd Samfylking er orðin að athlægi fólks.