Greifinn af Íslandi hefur aldrei dáleitt útlendinga, þótt hann hafi vafið hálfri þjóðinni um fingur sér. Hann hefur aldrei búið erlendis og talar lélega ensku. Á myndum af landsfeðrum var hann alltaf eins og illa gerður hlutur. Hann minnir á greifann af Ítalíu, sem hálf þjóðin elskar, en er aðeins hafður að spotti erlendis. Greifinn okkar hefur stjórnað öllu í landinu í tæpa tvo áratugi. Nú hefur hann með kjafthætti magnað kreppuna út í rústir og útlendingar vilja losna við hann. Björgunarstörf Flokksins snúast eingöngu um að reyna að vernda stöðu Greifans í Íslandssögunni.