Greifar og þrælar

Punktar

Helztu oddvitar bófaflokkanna, sem stjórna landinu, eiga það sameiginlegt að hafa átt leynda aðild að skattaskjólum á aflandseyjum. Vilja, að þjóðin eigi sitt í krónum, en koma sjálfir sínu fyrir í gjaldeyri. Eiga það sameiginlegt með herrum sínum kvótagreifum að lifa með alvörufé og læsa þjóðina í verðlausri krónu. Hana er hægt að sílækka í verði til að þjóna hagsmunum kvótagreifa og oddvita pólitískra bófaflokka. Líklega er þetta allt löglegt, en gefur innsýn í gjána milli greifa og þræla. Greifarnir eiga spilaféð og geta komið því yfir í gjaldeyri. Þjóðin getur hvorugt, enda kunna þrælar víst ekki með fé að fara.