Grátkórinn hafinn á ný

Punktar

Grátkór kvótagreifa er að nýju hafinn að hætti Kristjáns Ragnarssonar. Forstjóri Samherja er orðinn forsöngvari, Þorsteinn Már Baldvinsson. Í fyrra fengu greifar afslátt hægri stjórnar af auðlindarentu fyrir 882 fyrirtæki. Nú er undirbúinn enn frekari afsláttur á vegum hægri stjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna hefur forustu um breytinguna. Gervallur Sjálfstæðisflokkurinn styður breytinguna, enda stríðir hún gegn markaðslögmálum. Sjávarútvegurinn hefur um áratugi verið rekinn undir pilsfaldi ríkisins og verður svo enn um sinn. Auðvitað eiga uppboð veiðileyfa að ráða auðlindarentu greifanna.