Bankastjóri Landsbankans grætur í fjölmiðli yfir of lágum launum sínum. Eru bara ein milljón á mánuði fyrir utan annað eins í sporslum, sem hann gleymdi að nefna. Þetta fær hann fyrir að reka banka með ríkisábyrgð og fela gerðir sínar í bankaleynd. Um svipað leyti grét endurskoðandi á leiðarasíðu Moggans yfir 2 þúsund króna mánaðarlegri skattahækkun fólks, sem hefur um 800 þúsund á mánuði. Grátköstin tvö eru dæmigerð um taumlausa frekju. Ríkir einkum hjá fínimönnum, sem hafa það of gott. Og vilja fá að hafa það enn meira of gott. Sultarlaun grátkarla lagast, þegar Flokkurinn kemur aftur. En biðin tekur í.