Gráta aðför og auðhyggju

Punktar

Peningavitringar kvarta yfir erlendum aðilum, sem geri atlögu að krónunni. Sigurður Einarsson hefur gefið þeim heiti. Þeir eru Trafalgar Fund, Cheney Capital, Landsdowne Fund og Ako Capital, allir í London. Svo er að skilja, að þetta séu ill fyrirtæki. En þau eru bara að vinna vinnuna sína í núverandi hagkerfi auðhyggjunnar. Samkvæmt henni eiga allir að skara eld að eigin köku. Og bezt gengur þeim, sem halda sig á gráa svæðinu við þá iðju. Löglegt er að kaupa og selja myntir í von um auð. Ef menn kvarta yfir aðför að vesælli krónu, eru þeir í rauninni að kvarta yfir auðhyggjunni sjálfri.