“Brinkmanship” heitir á amerísku, þegar grámyglur tvær horfast í augu og hvorug vill líta undan. Ýmis íbúasamtök í nágrenni gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru í grámygluleik við borgina. Þau sætta sig ekki við hugmynd meirihluta borgarstjórnar um mislæg gatnamót. Hún snýst um þriggja hæða gatnamót, þar af tvær neðanjarðar. Íbúasamtökin vilja hafa allt klabbið neðanjarðar. Hugmynd meirihlutans kostar fjórtán milljarða króna, en íbúasamtökin vilja dýrari lausn. Endir grámygluleiksins verður sá, að öllu málinu verður frestað. Með framhaldi á núverandi mengun.